Vinsamlegast fylltu eyðublaðið til að fá frekari upplýsingar  X

  Við hjá Euromarina höldum upp á alþjóðlega Paella-daginn. „Paella“ er mjög frægur réttur spænskrar matargerðar og er sérstaklega vinsæll í Valencia þar sem hann á uppruna sinn. Paella er til í mörgum útfærslum, það má segja í jafnmörgum útfærslum og  kokkarnir sem elda hana, og þess vegna er þessi réttur venjulega kallaður hrísgrjónaréttur. Meðal frægustu réttanna eru hrísgrjón með kanínu og sniglum, sveppum eða grænmeti, hrísgrjón með humri, Senyoret hrísgrjón, „arroz a banda“, svört hrísgrjón eða hrísgrjón með rauðum túnfiski. Allt eru þetta réttir með ljúffengu bragði sem þú getur fundið og  smakkað hvar sem er á Costa Blanca.

  Við hjá Euromarina mælum með frábærum veitingastöðum þar sem þú getur prófað margskonar rétti beint af matseðli.

  • Veitingastaður La Laguna (Hotel La Laguna Spa & Golf) – Ciudad Quesada

  Stórar verandir og útisvæði þar sem þú getur setið úti og  smakkað á dýrindis hrísgrjónum og eytt deginum, jafnvel þó þú gistir ekki á hótelinu.

  Veitingastaðurinn El Mesón de la Costa – Torrevieja

  Veitingastaðurinn er með fjóra sali með mismunandi þema og kjallara með meira en 13.000 flöskum af innlendum og alþjóðlegum vínum og kampavínum. Það kemur á óvart að sjá um 300 stykki af íberískum skinkum sem hanga þar niður úr loftinu. Þetta frábæra „Mesón“ (rustic veitingastaður)  býður okkur upp á hefð, þekkingu og frábæran mat. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna styðja gott orðspor veitingastaðarins.

  Veitingastaðurinn Nautilus – Orihuela Costa

  Staðsettur í frábæru umhverfi við sjávarströndina með glæsilegu útsýni, þar sem þú getur notið frábærs matseðils með hágæða hráefni frá þessu svæði.

  Veitingastaðurinn Chema – Guardamar

  Kokkarnir á Chema bera fram rétti sína á einstakan hátt. Tapas og sjávaréttir einkenna þennan stað.

  Veitingastaðurinn  El Capricho de Raquel – Urbanova strönd (Alicante)

  Býður uppá gæða miðjarðarhafsmat og hefur yfir sér vingjarnlegt andrúmsloft.

  Margir hrísgrjónaréttirnir sem boðið er upp á  munu koma þér á óvart með frábæru bragði og gæðum. Eftir matinn er upplagt að fá sér kokteil á Moments barnum, sem staðsettur er við ströndina í Urbanova. El Capricho de Raquel er margverðlaunaður veitingastaður.

  Í dag viljum við draga fram eina af uppskriftunum , hrísgrjóna og túnfisk paellla.

  Í þessu myndbandi sýnum við þér uppskriftinna skref fyrir skref ef einhver þorir að setja á sig svuntu og er til í að búa til dýrindis hrísgrjóna paellu.

  Be part of club for living

  Building Luxury Properties - Vivienda en la Costa Blanca - Euromarina

  Building luxury properties

  Urbanización Doña Pepa · Avda. Antonio Quesada, nº59 · 03170 Rojales (Alicante - España)

  Tel. (34) 902 111 777 · (34) 966 718 686 | Fax (34) 902 250 777 | info@euromarina.es

  © 2021 Euromarina · Lögfræðileg athugasemd · Persónuvernd · Vefkökur (Cookies)

  Logo avanza quality awards
  Logo homes magazines Spain
  Logo international star for quality
  Logo Belleveu best property agents 2012
  Logo certificado de calidad ISO

  Upplýsingar á vefsíðu eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Stærðir og fermetrafjöldi sem eru gefin upp eru viðmið og geta breyst af tæknilegum ástæðum. Upplýsingum getur verið breytt eða þær afturkallaðar án fyrirvara. Skattar og gjöld eru ekki innifalin.