Vinsamlegast fylltu eyðublaðið til að fá frekari upplýsingar  X

  Það sem helst einkennir fasteignirnar sem Euromarina byggir eru eiginleikar þeirra, hágæða efni, þægindi og lúxus á viðráðanlegu verði.

  Mikilvægt atriði sem viðskiptavinir okkar velta fyrir sér þegar þeir eru í fasteignahugleiðingum  er hvort lyfta sé í húsinu. Þetta er sérstaklega mikilvægt við kaup á íbúðum sem ekki eru á jarðhæð. Flest fjölbýlishúsin okkar eru með lyftu.  

  Eitt þeirra er til dæmis nýja Mare Nostrum íbúðarhúsnæðið okkar í Guardamar del Segura sem er með íbúðir á jarðhæð þar sem sundlaugin er, 1. hæð, 2.  3.  og 4. hæð. Við setjum einnig lyftur í tveggja hæða íbúðarhúsin ef það er talið nauðsynlegt.

  Aðrar eignir sem eru með lyftur eru Alba íbúðirnar í Allegra íbúðakjarnanum í Ciudad Quesada. Þessar íbúðir eru á jarðhæð og fyrstu hæð og við vildum gera daglega umgegni fyrir  viðskiptavini okkar sem þægilegasta.

  Það eru einnig lyftur í fasteignum okkar við Beach Avenue í Los Arenales del Sol, við La Zenial Beach II í Orihuela Costa, við Puerto Marina í Los Alcázares og við Euromarina Tower í La Manga.

  Í sérhönnuðum einbýlishúsum okkar hafa nokkrir viðskiptavinir kosið að láta setja lyftu  í húsið sitt. Hjá Euromarina eru þarfir viðskiptavina ávallt í fyrirrúmi.

  Sumir líta eflaust á lyftuna sem algengan og sjálfsagðan hlut. Hún er hins vegar einn af þessum hlutum sem þú saknar þegar hún er ekki til staðar.

  Það er gott að losna við að bera ferðatöskur og verslunarvarning eins og vatnsflöskur upp og niður stiga. Sama má segja um barnavagna eða reiðhjól bæði fyrir og eftir að þú hefur verið í leiðangri um yndislegt umhverfið á Costa Blanca eða Costa Cálida. Þetta eru daglegar og venjubundnar athafnir sem kosta okkur meiri og meiri fyrirhöfn eftir því sem árin líða og því getur verið frábært að hafa lyftu.

  Við hjá Euromarina viljum gera líf þitt  auðveldara og þægilegra, því getur lyfta, sama hversu algeng hún kann að virðast, verið nauðsynleg í okkar daglega lífi.

  Hvað finnst þér? Er lyfta eitthvað sem þú óskar eftir þegar þú kaupir fasteign?

  Be part of club for living

  Logo Club for Living Euromarina
  Building Luxury Properties - Vivienda en la Costa Blanca - Euromarina

  Building luxury properties

  Urbanización Doña Pepa · Avda. Antonio Quesada, nº59 · 03170 Rojales (Alicante - España)

  Tel. (34) 902 111 777 · (34) 966 718 686 | Fax (34) 902 250 777 | info@euromarina.es

  © 2021 Euromarina · Lögfræðileg athugasemd · Persónuvernd · Vefkökur (Cookies)

  Logo avanza quality awards
  Logo homes magazines Spain
  Logo international star for quality
  Logo Belleveu best property agents 2012
  Logo certificado de calidad ISO

  Upplýsingar á vefsíðu eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Stærðir og fermetrafjöldi sem eru gefin upp eru viðmið og geta breyst af tæknilegum ástæðum. Upplýsingum getur verið breytt eða þær afturkallaðar án fyrirvara. Skattar og gjöld eru ekki innifalin.